Fara í innihald

Spjall:Lögmálið um annað tveggja

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norðmenn segja: I klassisk logikk tolket man loven om den ekskluderte tredje enda strengere: Man mente at ethvert utsagn måtte være enten sant eller falsk, at det altså bare fins to sannhetsverdier.

Þú segir: Lögmálið fjallar ekki um hluti og eiginleika heldur um staðhæfingar (sem geta reyndar verið um hluti og eiginleika), og felur ekki (nauðsynlega) í sér að setningar séu annaðhvort sannar eða ósannar.

Þú tókst út: Lögmálið um annað tveggja lýsir sér þannig að sérhver hlutur annað hvort hefur tiltekinn eiginleika eða hefur hann ekki. Samkvæmt lögmálinu um annað tveggja er sérhver setning annað hvort sönn eða ósönn en enginn þriðji möguleiki er til.

Enskir segja á einum stað: In this way, the law of excluded middle is true, but because truth itself, and therefore disjunction, is not exclusive, it says next to nothing if one of the disjuncts is paradoxical, or both true and false.

Frakkar tala um vraie og fausse (faux) í sínum hluta.

Ég skil svona nokkurnveginn hvert þú ert að fara, en hefði ekki verið nóg í þeim texta sem stóð þarna að setja sönn eða ósönn í gæsalappir.

Og þetta er ekki sérlega lýsandi sem stendur þarna: felur í sér að annaðhvort er fullyrðing (eða staðhæfing) eða neitun hennar sönn. -

Þarna kemur nú sönn fyrir og vantar ekki þá - eða ósönn? Hakarl 11:32, 14 júlí 2007 (UTC)

Norðmenn eru einmitt að rugla lögmálinu saman við tvígildislögmálið, eins og segir í greininni að megi ekki gera. Tvígildislögmálið er það lögmál að það séu aðeins tvö sanngildi, „satt“ og „ósatt“. Lögmálið um annað tveggja var vissulega kallað „þriðji möguleikinn er ekki til“ (tertium non datur) í skólaspeki á miðöldum af því að þá hafði það þær afleiðingar að allar setningar voru annaðhvort sannar eða ósannar en það er hins vegar vegna þess að tvígildislögmálið gildir einnig. Án tvígildislögmálsins (sem sumir hafa síðan hafnað) leiðir þetta ekki af lögmálinu um annað tveggja, sem segir strangt tekið einungis að annað hvort verði að vera satt. Þess vegna vantar einmitt ekki „ósönn“ þótt „sönn“ komi fram. Þetta er mjög skýrt á táknmáli rökfræðinnar; lögmálið er svona: P eða ekki-P — það er að segja, P er sönn eða ekki-P er sönn; hér er ekkert um að hin setningin verði að vera ósönn, sem myndi einungis leiða af þessu ef við héldum því einnig fram að einungis væru tvö sanngildi, „satt“ og „ósatt“ (þ.e. tvígildislögmálinu) og héldum líka fram mótsagnarlögmálinu (sem bannar mótsagnir); þá yrði hin setningin vissulega líka að vera annaðhvort sönn eða ósönn (en ekki t.d. hlutlaus eða eitthvað annað) og hún gæti ekki haft sama sanngildi og sú sem er sönn (því mótsagnir eru bannaðar) og yrði þ.a.l. ósönn. En þetta eru afleiðingar lögmálsins um annað tveggja, tvígildislögmálsins og mótsagnarlögmálsins saman, þetta leiðir ekki af lögmálinu um annað tveggja út af fyrir sig. Að setja gæsalappir utan um orðin „sönn“ og „ósönn“ í textanum sem var fjarlægður (þ.e. „Samkvæmt lögmálinu um annað tveggja er sérhver setning annað hvort „sönn“ eða „ósönn“ [...]“) skýrir nákvæmlega ekki neitt fyrir lesandanum. Hvað þýða gæsalappirnar hér, að svona sé þetta en samt eiginlega ekki (það sem á ensku kallast scare quotes)? Treystu mér, greinin var rétt eins og hún var, viðbótin var röng. --Cessator 19:53, 14 júlí 2007 (UTC)

Það þarf alltént að útskýra þetta betur. Eða hvað? Það má er varla hægt að gera ráð fyrir því að allir sem lesi þetta átti sig á hvað um er verið að ræða. Hakarl 01:34, 15 júlí 2007 (UTC)

Það stendur svo sem ekki mikið á síðunni en það sem stendur er eins skýrt og það getur verið, það eina sem lesandinn þarf að gera er að skilja setningarnar. Kannski nenni ég að bæta við þetta einhvern tímann. --Cessator 01:42, 15 júlí 2007 (UTC)
Þess má geta að það er heil grein sem fjallar um tengsl þessara lögmála allra. --Cessator 01:44, 15 júlí 2007 (UTC)
Útskýring komin. --Cessator 01:59, 15 júlí 2007 (UTC)

Ég tek hattinn ofan fyrir þér Cessator. Þetta er allt annað. Hakarl 02:09, 15 júlí 2007 (UTC)

Byrja umræðu um Lögmálið um annað tveggja

Byrja nýja umræðu